Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2014

Aðalfundur F.S. 10. desember 2014

Aðalfundur Ferðafélags Skagfirðinga var haldinn þann 10.12. í Sveinsbúð, húsnæði Skagfirðingasveitar að Borgarröst 1 .Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn félagsins var endurkjörin. Í ferðanefnd voru kjörin: Kristín Einarsdóttir, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir og Trond Olsen. Ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2015 verður kynnt í byrjun maí n.k.

Göngufólk á Tinnárdal 2009 á leið upp á Nýjabæjarfjall

Göngufólk á Tinnárdal 2009 á leið upp á Nýjabæjarfjall

Gasflutningar í Ingólfsskála

Laugardaginn 6. desember s.l. áttu félagar í Skagafjarðardeild 4×4 leið upp í Skiptabakkaskála. Þeir voru svo vinsamlegir og fluttu 10 gaskúta í Ingólfsskála. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir.

Hér að neðan er ljósmynd af Benedikt Egilssyni formanni Skagafjarðardeildar 4×4

Benedikt Egilsson formaður Skagafjarðardeildar 4x4