Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2017

Gönguferð í Glerhallarvík 14. júlí 2017

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð í Glerhallarvík föstudaginn 14. júlí n.k.

Þátttakendur koma sér sjálfir út að Reykjum á Reykjaströnd þaðan sem gengið verður af stað kl.20. Létt ganga í 2-3 klst. Góðir skór eru æskilegir því fjaran er grýtt. Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.

Fararstjóri verður hinn síúngi Hjalti Pálsson ritstjóri með meiru.