Breyting á ferðaáætlun

Ferð á Siglufjarðarskarð á morgun laugardaginn 20. ágúst.

Farið verður frá Faxatorgi kl 13 (en ekki kl 9 eins og auglýst hafði verið). Safnast í bíla þar, við KS Hofsós kl 13:30 og Ketilás 14:15. Farið frá skíðasvæðinu á Siglufirði um kl 15. Leiðsögumaður er Gestur Hansson, reyndur og staðkunnugur Siglfirðingur.

Gangan tekur um 3,5-4 tíma. Hækkunin er um 400 m en ekki bratt og það er vegarslóði alla leið, sem sagt frekar þægileg ganga sem flestir ættu að ráða við.

Stefn á að ganga frá Siglufirði og enda við Hraun í Fljótum og því væri gott að hafa einn aukabíl til að skilja eftir þar, svo hægt verði að aka bílstjórum til Siglufjarðar að sækja hina bílana.

Þátttökugjaldið er 2000 krónur.

-Þeir sem ætla að fara eru beðnir um að melda sig hér svo við höfum einhverja hugmynd um þátttökuna. Einnig má hafa samband við Kristínu í síma 8673164.

Endilega deilið þessu svo sem flestir viti af breyttri tímasetningu.