Gönguferð í Trölla 12. júlí n.k.

Gönguferð verður að Trölla, skála FS við Tröllá neðan Tröllabotna. Lagt verður af stað frá Faxatorgi kl. 18, miðvikudaginn 12. júlí 2017. Þátttakendur koma sér sjálfir á einkabílum að bænum í Kálfárdal. Þaðan verður gengið um dalinn og að skálanum. Ferðatími getur verið um 5 klst. Gott að vera í góðum skóm því yfir mýrar er að fara. Hugaðir ganga undir Tröllafoss.

Fararstjóri verður Ágúst Guðmundsson