Ferðaskálar

Skálareglur Ferðafélags Skagfirðinga

Þeir sem hafa pantað og samið um afnot af skálanum hafa forgangsrétt að gistirými.

Munið að greiða skálagjöldin !

Vinsamlegast farið varlega með gas og gætið þess að hafa glugga opna meðan gas er notað.

Við brottför þá vinsamlegast skiljið við skálann hreinan, gangið úr skugga um að slökkt sé á gastækjum, gluggar og hurðir séu vel lokaðar og takið allt rusl með til byggða.

Góður siður er að ferðamenn skrifi nöfn sín í gestabók skálans, dagsetningar og fleira.

Góða ferð og skemmtun !

Stjórn F.S.