Lög Ferðafélags Skagfirðinga

1. gr.

Félagið heitir Ferðafélag Skagfirðinga, skammstafað F.S. og er deild í Ferðafélagi Íslands. Heimili þess og varnarþing er á Sauðárkróki.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalögum og gönguferðum um byggðir og óbyggðir landsins með áherslu á Skagafjörð og nágrenni. Kynna eftir föngum gróður, dýralíf, jarðfræði og sögu staða og svæða sem ferðast er um. Gangast fyrir aukinni ferðamenningu og bættri umgengni á áningarstöðum. Beita sér fyrir viðhaldi leiða um óbyggðir og merkingu þeirra. Rekstur, viðhald og endurbætur á skálum félagsins.

3. gr.

Félagar geta allir orðið og er félagsgjald það sama ár hvert og hjá Ferðafélagi Íslands. Stjórn félagsins getur þó ákveðið annað.

 4. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, kjörnum á aðalfundi félagsins ár hvert. Stjórnin skiptir með sér verkum (formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi). Stjórn félagsins stýrir félaginu á milli aðalfunda og ákveður árgjald. Stjórnin skal leitast við að gefa árlega út fréttabréf, eitt eða fleiri eftir atvikum. Haldin skal fundagerðabók og skráð í hana það sem gerist á stjórnar- og aðalfundum.

 5. gr.

 Ferðanefnd félagsins, þriggja manna, skal kjörin á aðalfundum. Hlutverk nefndarinnar er að bjóða árlega upp á skipulagðar göngu- og bílferðir eða annan ferðamáta eftir því sem tækifæri gefast til.

 6. gr.

 Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir 1. nóvember ár hvert. Til aðalfundar skal boða með 7 daga fyrirvara með greinilegum auglýsingum í blöðum eða í bréfi til félagsmanna. Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa félagar í FS sem greitt hafa félagsgjald. Sérstakan félagsfund skal halda, komi fram skrifleg ósk um það til stjórnar frá 25 félagsmönnum.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
2. Lagður fram endurskoðaðr ársreikningur.
3. Kjörin stjórn samkvæmt 4. gr. félagslaganna.
4. Kjörnir tveir endurskoðendur.
5. Ferðanefnd kjörin.
6. Önnur mál.

 7. gr.

 Lögum þessum má breyta á aðalfundi með samþykki 2/3 hluta fundarmanna. Skal þess getið í fundarboði.

 8.gr.

 Verði félaginu slitið, skulu eigur þess ganga til Ferðafélags Íslands. 


Lögin þannig samþykkt á aðalfundi þann 3. desember 2010. FS hefur kennitöluna 631283-0209