Gönguferð í Trölla 12. júlí n.k.

Gönguferð verður að Trölla, skála FS við Tröllá neðan Tröllabotna. Lagt verður af stað frá Faxatorgi kl. 18, miðvikudaginn 12. júlí 2017. Þátttakendur koma sér sjálfir á einkabílum að bænum í Kálfárdal. Þaðan verður gengið um dalinn og að skálanum. Ferðatími getur verið um 5 klst. Gott að vera í góðum skóm því yfir mýrar er að fara. Hugaðir ganga undir Tröllafoss.

Fararstjóri verður Ágúst Guðmundsson

Gönguferð í Glerhallarvík 14. júlí 2017

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð í Glerhallarvík föstudaginn 14. júlí n.k.

Þátttakendur koma sér sjálfir út að Reykjum á Reykjaströnd þaðan sem gengið verður af stað kl.20. Létt ganga í 2-3 klst. Góðir skór eru æskilegir því fjaran er grýtt. Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.

Fararstjóri verður hinn síúngi Hjalti Pálsson ritstjóri með meiru.

Aðalfundur FS 2016

Aðalfundur félagsins fyrir árið 2015 var haldinn að Borgarröst 1 miðvikudaginn 7. desember s.l. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Kom fram m.a. að stefnt er á viðhaldsferð upp í Ingólfsskála helgina 18.-20. ágúst 2017. Nauðsynlegt er orðið að bera á skálann að utan og sinna öðru tilfallandi viðhaldi.

Stjórnin var endurkjörin ásamt ferðanefnd og endurskoðendum.

Ferðaáætlun fyrir 2017 verður kynnt þegar sól hækkar á lofti.

ÁG