Lýðheilsugöngur FÍ 2017

Ferðafélag Skagfirðinga svaraði kalli móðurfélagins og skipulagði þrjár lýðheilsugöngur í tilefni 90 ára afmælis FÍ. Þann 13. september var gengið út að Hegrnanesvita og voru 22 í göngunni.  Viku síðar var gengið upp Sauðárgil og um Skógarhlíðina, þátttakendur 27. Loks var 27. september gengið upp að Gönguskarðsárvirkjum með útidúrum.   Í þeirri ferð tóku þátt 18.

Göngustjórar voru Ágúst Guðmundsson, Bryndís Hallsdóttir og Sigríður Ingólfsdóttir

Gönguferð í Trölla 12. júlí n.k.

Gönguferð verður að Trölla, skála FS við Tröllá neðan Tröllabotna. Lagt verður af stað frá Faxatorgi kl. 18, miðvikudaginn 12. júlí 2017. Þátttakendur koma sér sjálfir á einkabílum að bænum í Kálfárdal. Þaðan verður gengið um dalinn og að skálanum. Ferðatími getur verið um 5 klst. Gott að vera í góðum skóm því yfir mýrar er að fara. Hugaðir ganga undir Tröllafoss.

Fararstjóri verður Ágúst Guðmundsson

Gönguferð í Glerhallarvík 14. júlí 2017

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð í Glerhallarvík föstudaginn 14. júlí n.k.

Þátttakendur koma sér sjálfir út að Reykjum á Reykjaströnd þaðan sem gengið verður af stað kl.20. Létt ganga í 2-3 klst. Góðir skór eru æskilegir því fjaran er grýtt. Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.

Fararstjóri verður hinn síúngi Hjalti Pálsson ritstjóri með meiru.