Færslusafn eftir: Ágúst Guðmundsson

20180819_123835

Ingólfsskáli málaður.

Ingólfsskáli málaður.

20180818_132032 20180817_180017

Hópur vaskra ferðafélagsmanna  hélt upp að Hofsjökli  helgina 17. – 19. ágúst 2018 í vinnuferð. Ingólfsskáli var málaður að utan þrjár umferðir og var ekki vanþörf á. Undanfarin ár hefur verið borin á skálann tjara sem ekki gafst vel. Nú var breytt til og veggir olíubornir.  Valinn var grænn litur í stíl við skála Ferðafélags Íslands.

Ferðaáætlun 2018

FERÐAÁÆTLUN 2018

20. júní, miðvikudagur
Hefðbundin Jónsmessuganga í Glerhallarvík. Þátttakendur aka á eigin bílum út að Reykjum. Gengið af stað kl. 21 frá Reykjabænum. Fjaran er grýtt og því góðir skór nauðsynlegir.
Fararstjóri Hjalti Pálsson

28. júlí, laugardagur
Gönguferð á Kaldbak í Sæmundarhlíð
Farið á einkabílum fram að Sólheimum í Sæmundarhlíð og gengið þaðan.
Brottför frá Faxatorgi kl. 10.
Fararstjóri Trond Olsen

8. ágúst, miðvikudagur
Gönguferð um Kálfárdal að skálanum Trölla.
Ekið á einkabílum upp Kálfárdalsveg að gamla bænum. Gengið þaðan fram í Trölla.
Brottför frá Faxatorgi kl.17. Um það bil 5 klst ferðatími.
Fararstjóri Ágúst Guðmundsson

25. ágúst, laugardagur
Götur kvenfélagsins Heklu um Digramúla á Skaga skoðaðar.
Farið frá Faxatorgi kl.13 á einkabílum.

Þátttakendum er bent á að vera vel búin til fótanna.
Félagið áskilur sér rétt til að fella ferðir niður ef ekki viðrar sæmilega.

Aðalfundur 2017

Aðalfundur félagsins fyrir starfsárið 2016 fór fram í húsnæði Skagfirðingasveitar fimmtudaginn 9. nóvember s.l. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn og endurskoðendur voru endurkjörnir. Lögð var fram ferðaáætlun fyrir næsta ár.