top of page

Skálar félagsins

skalar_ffs_thufnavellir.jpg

Þúfnavellir

Staður og leiðarlýsing: Þúfnavellir, byggður 1995, eru á Víðidal í Staðarfjöllum, 320 m.y.s.
austan ár, gengt Litla-Vatnsskarði. Gönguleiðin úr Langadal frá þjóðvegi 1, um Strjúgsskarð,
Laxárdal, Litla-Vatnsskarð, Víðidal og Hryggjadal niður í Tungu Gönguskörðum er um 27 km og var áður fjölfarin. Í Kálfárdal um Hryggjafjall sunnan, 24 km. Einnig má fara frá bænum Gautsdal í Laxárdal – 9,5 km. Að Gautsdal er ekið úr Langadal um Auðólfsstaðaskarð. Úr Trölla í Þúfnavelli eru um 9 km. Fleiri leiðir er um að velja s.s. úr Sæmundarhlíð um Gyltuskarð, af Stóra-Vatnsskarði, sem er ágæt vetrarleið, auk fleiri leiða. Snjóþungt er yfirleitt á Þúfnavöllum á vetrum en veðursælt á sumrum. Úr Gönguskörðum er leiðin af vegi 745, gengið fram Hryggjadal/ frá Tungu 14 km og er þá farin gamla leiðin um Kamba. Tæp fjárgata er þar og ekki fyrir lofthrædda. Um Kálfárdal má fara og þá um Dýjadal yfir Hryggjafjall sunnanvert og komið niður hjá Þverá, um 12 km.

Aðstaða: Gott pláss er fyrir 6 manns í kojum og 6 á svefnlofti – Gönguskáli – Vatn í læk 40 m frá skála. Sólpallur við skála. Skálinn er ekki læstur.

Staðsetning N 65°38,330´ V 19°49,480´

Kort sem sýnir

staðsetningu Þúfnavalla

GPX skrá með staðsetningu skála FFS (WGS84)

þufnavellir-3.jpg
þufnavellir-2.jpg
Trolli.jpg

Trölli

Staður og leiðarlýsing: Trölli, byggður 1984, stendur við „Tröllafoss“, ofan Trölleyra í um
370 m.y.s. upp af Kálfárdal í Gönguskörðum ofan Sauðárkróks. Vestan og ofan Tröllabotna
gnæfir 1050 m há Tröllakirkjan. Gönguleið í skálann er frá eyðibýlinu Kálfárdal, um 5 km og
frá hliði við þjóðveg um 7 km. Vinsæl snjósleðaleið er frá Laxárdalsheiði um Kolugafjall, Bakdal og Skálarhnjúksdal. Um 9 km eru frá Trölla í Þúfnavelli á víðidal yfir Tröllaháls og um Þverárgil. Farið um Skagaveg 745 frá Sauðárkróki og inn Kálfárdal rétt vestan Skarðaréttar. Athuga þarf að aurbleyta er í afleggjara að vori til. Víða getur gönguleiðin verið blaut og vatnsheldir skór (stígvél) því heppilegir. Hækkun er um 130 m frá vegenda við eyðibýlið Kálfárdal.

Aðstaða: 12 manns í kojum, 4 á svefnlofti – Gönguskáli – Vatn í á 30 m frá skála. Sólpallur
við skála. Skálinn er ekki læstur.

Staðsetning: N 65°42,600´ V 19°53,160´

Kort sem sýnir

staðsetningu Trölla

GPX skrá með nokkrum hnitum fyrir skálann Trölla (WGS84)

skalar_ffs_hildarsel.jpg

Hildarsel

Staður og leiðarlýsing: Hildarsel, byggður 1990, er í um 340 m.y.s., austan Jökulsár í Austurdal í Skagafirði, 8 km þægilega gönguleið fyrir framan kirkjustaðinn og eyðibýlið Ábæ. Ábæjará og Tinná eru með göngubrúm en annars aðeins smálækir á leiðinni. Fært á fjallareiðhjóli og skemmtileg reiðleið. Frá Hildarseli eru um 5 km fram í Fögruhlíð einstaka náttúruperlu með birkiskógi í 350-500 m.y.s. þar sem hæstu trén eru um 7 m á hæð. Gömul „kaupstaðar“- og gönguleið liggur um Nýjabæjarfjall að Villingadal í Eyjafirði. Um Varmahlíð veg 752 og 758 að Ábæ eru um 50 km. Ath. Ekki er fært fyrir litla/lága fólksbíla frá Monikubrú að Ábæ. Meðeigendur FFS eru upprekstrarfélag Akrahrepps og landeigendur og eigendur að hestaaðstöðu.

 

Aðstaða: 16 manns í kojum 20 á svefnlofti – Gönguskáli – Vatn í læk/krana 50 m frá skála. Raflýsing, hesthús og hestahólf 80 m frá skála. Skálinn er ekki læstur.

Staðsetning: N 65°15,330´ V 18°43,910´

hildarsel-1.jpg
hildarsel-6.jpg
hildarsel-2.jpg
hildarsel-4.jpg

Kort sem sýnir

staðsetningu Hildarsels

GPX skrá með staðsetningu skála FFS (WGS84)

ingolfsskali-mynd-u1.jpg

Ingólfsskáli

Staður og leiðarlýsing: Ingólfsskáli, byggður 1978, stendur norðan Hofsjökuls í Lambahrauni skammt fyrir vestan Ásbjarnarvötn í um 800 m.y.s. Upp úr Skagafirði er ekið veg F72 úr Vesturdal um Giljamúla við Þorljótsstaði. Úr Eyjafirði og af Sprengisandi er komið um Laugarfell.
Athuga skal að ekki er fært vestur á Kjalveg nema við sérstakar aðstæður, vel kunnugum á öflugum jeppum. Frá Varmahlíð er ekið um veg 752 og F72 Sprengisandsleið. Ruddur fjallvegur með óbrúuðum lækjum, fær jeppum og vel búnum bifreiðum.

Aðstaða: 10 manns í kojum og 11+7 á svefnbálki á svefnlofti – Hálendisskáli – Raflýsing frá sólarrafhlöðum. Skálinn er læstur, hafa þarf samband til að fá aðgang að skálanum.

Staðsetning: N 65°00,470´ V 18°53,790´

Kort sem sýnir

staðsetningu Ingólfsskála

kari-heidar-skalar-ne-hofsjokul-10april-
kari-heidar-skalar-ne-hofsjokul-10april-
kari-heidar-skalar-ne-hofsjokul-10april-
kari-heidar-skalar-ne-hofsjokul-10april-
nordan-hofsjokuls-hluti-1.jpg

Athugið að það er nauðsynlegt að taka með sér drykkjarvatn á leiðinni í Ingólfsskála.

 

Hægt er að fylla brúsa með ferskvatni við Ásbjarnarvötn, sjá kortið hér til vinstri.

Bakmynd á þessari vefsíðu í tekin í Heljardal - Heljardalsheiði.

bottom of page