top of page
Gönguleiðir í Austur - Húnavatnssýslu og Skagafirði 1:100.000

Gefin hafa verið tvö göngukort af vestur hluta Skagafjarðar; Gönguleiðir í Austur - Húnavatnssýslu og Skagafirði og eru í mælikvarðanum 1:100.000

Höfundur er Áskell Heiðar Ásgeirsson, útgáfuár 2001 hægt er að fá þau í Upplýsingamiðstöðvunum á Sauðárkróki og í Varmahlíð, kortin hafa verið endurútgefin 2017 með betri hæðarlínum og öðrum upplýsingum.  Sveitafélagið Skagafjörður hefur staðið að útgáfu þessara korta.

gonguleidir-askell-kort-overview-1.jpg
goguleidir-askel-kort-overview-2.jpg
gongukort-hluti-vestur-skgafj.jpg

Kort af með öllum GPS hnitum á ofangreindum kortum. Hlaða má þessum gps hnitum með því að smella á smámynd af klemma hér til hliðar (.gpx skrá)

Nýlegar bækur Ferðafélagsins um Skagafjörð og nágrenni

Nýlegar árbækur Ferðafélagsins um svæðið eru hér fyrir neðan. Í þeim mikill fróðleikur um svæðið,  göngukort og leiðarlýsingar.  Hægt er að nálgast þær á bókasöfnum sem og kaupa þær hjá Ferðafélagi Íslands (www.fi.is).

fi-ferdabaekur-myndir (2).jpg
Árbækur _ Ferðafélag Íslands-002853.jpg
Árbækur _ Ferðafélag Íslands-002854.jpg
Árbækur _ Ferðafélag Íslands-002855.jpg
Göngukort af Tröllaskaga / fjögur kort í kvarðanum 1 : 50.000

Fjögur göngukort hafa verið gefin út af Háskólanum á Hólum í kvarðnum 1: 50.000 þau fást í bókabúðum sem og beint frá skrifstofu útgefenda (www.holar.is)

trolli_auglysing_utg13.jpg
Fræðslurit Ferðafélags Íslands / norðanverður Tröllaskagi
fjallabyggd-og-fljot.jpg
fljot-fjallabyggd-kort-i-bok-resize.jpg

"Fjallabyggð og Fljót" eftir Björn Z. Ásgrímsson inniheldur lýsingar á 25 gönguleiðum á utanverðum Tröllaskaga en fjölbreytnin í vali gönguleiða er mikil. Þar er að sjálfsögðu að finna léttari og styttri leiðir sem einnig er lýst í þessu riti (af vef fi.is)

Skaginn og Skagaheiði

Höfundur: Sigurjón Björnsson.  Í þessari bók er ferðast um Skagann, fjallað um náttúru, mannlíf og sögu. M.a. er gerð grein fyrir vötnum og veiði, fornum leiðum og örnefnum og er bókin fyrsta raunverulega landlýsing þessa svæðis. Höfundurinn hefur ferðast um Skagann frá unga aldri, gangandi, ríðandi eða akandi og þekkir þennan heillandi en lítt þekkta skika landsins allra manna best. Mikill fjöldi ljósmynda og korta prýðir bókina.

187 bls., útg 2005

skaginn-skagaheidi-cover-bok.jpg
skagin-skagaheidi-bok-daemi-kort.jpg
Norðan Hofsjökuls

Frítt samsett kort gert af félagsmönnum Ferðafélags Skagfirðinga af svæðinu norðan Hofsjökuls.  Það er samsett af fjórum Atlas kortum (herkortum) af vefsvæði Landmælinga Íslands.  Hægt er að hlaða þessu niður í síma, tekur 10 megabæt á pdf sniði.  Smellið á PDF

merkið hér til vinstri til að hlaða þessu niður.

nordan-hofsjokuls-hluti-1.jpg

Athugið að það þarf að taka drykkjarvatn við Ásbjarnarvötn þegar farið er í Ingólfsskála. Merkt á kortinu hér fyrir ofan.

bottom of page